Opnun og nýr safnstjóri

Sagnheimar

13.07.2011
Um Goslokahelgina var Byggðasafnið opnað aftur eftir gagngerar endurbætur, nú undir nafninu Sagnheimar.
Við opnunina tók Helga Hallbergsdóttir, nýr safnstjóri, við lyklavöldunum úr höndum fráfarandi safnstjóra Jóhönnu Ýrar Jónsdóttur. Gestir safnsins voru um 600 fyrstu sýningarhelgina sem er stórkostlegt. Safnið er allt hið glæsilegasta og óhætt að mæla með því við íbúa og gesti í Vestmannaeyjum. Aðgangseyrir er aðeins 1000kr. fyrir 15 ára og eldri, börn og eldri borgarar fá frítt á safnið. Í sumar er safnið opið alla daga vikunnar frá 11-17