Ormurinn stækkar og stækkar
22.06.2011Sumarlesturinn fer afar vel af stað og krakkarnir svaka duglegir að lesa.
Í dag eru búnar 3 vikur af sumarlestrinum hjá okkur og nú þegar hafa hátt í 30 börn komið að fá stimplað í lestrarhestinn eða dagbókina og eru þau búin að lesa yfir 70 bækur samtals.
Krakkarnir geta kíkt á sinn hluta af orminum hér á síðunni með því að velja "Sumarlestur" á valstikunni hér fyrir ofan, smella svo á "Bækurnar" og velja þar bókina sína. Þá birtist mynd af hlekknum þeirra :)
Þarna er líka hægt að fylgjast með hversu hratt ormurinn stækkar og sitthvað fleira sniðugt verður sett þarna inn í sumar.