Sumarlestur

08.06.2011
Miðvikudaginn 1.júní s.l. hófst sumarlestrarátak hjá okkur á bókasafninu og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið langt umfram væntingar.
Aðeins ein vika er síðan keppnin hófst og eru krakkarnir búnir með 20 bækur.
Hér á heimasíðunni er búið að opna sérstaka síðu fyrir upplýsingar varðandi sumarlesturinn og þar verður hægt að fylgjast með orminum stækka og dafna við hverja bók sem lesin er, þar verður líka listi yfir allar bækurnar sem eru komnar í orminn og svo örugglega sitthvað fleira eftir því sem líður á sumarið. Enn eru nokkrar lestrardagbækur til fyrir þá sem enn hafa ekki komið og lestrarhestar fyrir alla sem vilja.