Opnun á sýningu Ásmundar Guðmundssonar í Einarsstofu

06.06.2011
Á sjómannadaginn, 5.júní s.l. var opnuð sýning á tréskurði Ásmundar Guðmundssonar í Einarsstofu, í anddyrir Safnahúss Vestmannaeyja.
 
Fjölmenni var við opnunina og er áætlað að yfir 500 manns hafi heiðrað meistarann með nærveru sinni.
 
Sýningin stendur fram yfir goslok og er opin á hefðbundnum sumaropnunartíma Bókasafns Vestmannaeyja, 10-17 alla virka daga.