Sumarbókaormur

26.05.2011
Bókasafnið stendur fyrir lestrarátaki í sumar fyrir börn í 1.-5. bekk
Þann 1. júní n.k. verður tekið á móti krökkunum á Bókasafninu. Yngri börnin fá afhentan lestrarhest sem starfsfólkið mun svo stimpla í við hverja heimsókn í sumar. Eldri börnin fá innbundna lestrardagbók. Fyrir hverja bók sem börnin lesa verður settur á vegginn einn hlekkur í bókaorminn sem vonandi mun ná um allt safnið þegar haustar. Starfsfólk safnsins mun svo í lok sumars taka saman hverjir hafa verið duglegastir í hverjum árgangi fyrir sig og veita þeim viðurkenningu og mun mynd af þeim birtast í Eyjablaðinu Fréttum.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Bókasafnsins