Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur
Ágjöf
Málverkasýning í Einarsstofu
04.05.2011Nú stendur yfir málverkasýning Hrafnhildar Ingu í Einarsstofu, Safnahúsinu.
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir er fædd á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs. Þetta er tíunda einkasýning Hrafnhildar og hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis þar á meðal í Vilnius, Barcelona og New York.
Þetta eru myndir sem lýsa skýjafari og sjólagi. Frá húsinu mínu í Fljótshlíðinni horfi ég á Eyjafjallajökul til austurs og svo endilanga suðurströndina og sé þessa láréttu línu þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei augnablik eins. Svo birtist sólin, andartaks ljósbrot. Það er þetta sem ég er að reyna að fanga. Hvort sem það er land eða haf sem maður horfir til.
Tölvupóstfang: hrafnhilduringa@gmail.com
Vinnustofur: Garðaflöt 16 í Garðabæ og Sámsstaðabakka í Fljótshlíð.
Sími: 821-3993
Sýningin er opin virka daga á opnunartíma Bókasafnsins en kl. 11-16 á laugardögum og
12-16 á sunnudögum.