Sýning á verkum Axels Einarssonar um páskana
27.04.2011Um páskana sýndum við listaverk úr fórum bæjarbúa eftir Axel Einarsson er fæddist í Garðhúsum 1897 og bjó í Einarshöfn fram undir 1930. Jafnframt auglýstum við eftir fleiri myndum eftir Axel í eigu Vestmannaeyinga. Skemmst er frá því að segja að um 60 manns sótti sýninguna þá fjóra daga er hún stóð og samtals skráðum við niður 20 verk, þar af 17 listaverk sem örugglega eru eftir Axel.
Samkvæmt skrá okkar um listaverk Axels eru þau orðin 31 í dag sem okkur eru kunn hér á landi.
Þann 17. júní næstkomandi munum við efna til sýningar og kynningar á verkum Axels Einarssonar þar sem dóttir Axels og dótturdóttir munu taka þátt í dagskránni en þær eru búsettar í Svíþjóð.
Sú athöfn mun fara fram í Einarshöfn og verða auglýst nánar síðar.
Við biðjum alla þá er eiga eða vita af listaverkum eftir Axel Einarsson að hafa samband við eitthvert okkar undirritað eða líta við á Bókasafninu.
Með bestu þökkum
Kári Bjarnason
Kjartan Bergsteinsson
Stefán Gíslason
Steinunn Einarsdóttir
Þorkell Sigurjónsson