Skráning á listaverkum eftir Axel Einarsson (1896-1974)

Lumar þú á listaverkum?

20.04.2011
Við leitum að listaverkum eftir Axel Einarsson
er fæddist að Garðhúsum 1897. Af því tilefni sýnum
við nokkrar myndir eftir Axel í Einarsstofu í
anddyri Safnahúss og biðjum alla þá er eiga myndir
eftir Axel að líta við og leyfa okkur að taka niður
helstu upplýsingar um verkin.
 
 
Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi á könnunni.
 
Undirbúningshópur að skráningu Eyjalistaverka.
 
Skráning á listaverkum eftir Axel Einarsson (1896-1974).
 

Í samstarfi við Listasafn Vestmannaeyja er nú unnið að skráningu listaverka eftir Axel Einarsson er fæddist í Garðhúsum en ólst upp í Einarshöfn. Við erum jafnframt að taka saman upplýsingar um æviferil listamannsins en hann er lítt kunnur og alls ekki sem skyldi.

Allir þeir er eiga mynd eftir listamanninn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirrituð eða líta við á bókasafninu svo skrá megi niður upplýsingar um listaverk Axels.

Þá höfum við sett upp nokkur listaverk úr fórum bæjarbúa eftir Axel og munum sýna þau yfir páskana ásamt því að vera til skrafs um verkefnið.

Opið verður í Einarsstofu 12-17 alla páskadagana utan sjálfa páskadaginn.

 

Verið hjartanlega velkomin.

Undirbúningshópurinn.

 

Kári Bjarnason

Kjartan Bergsteinsson

Stefán Gíslason

Steinunn Einarsdóttir

Þorkell Sigurjónsson