Haustvertíðin að hefjast á Bókasafninu

08.10.2007

Brátt líður að jólabókaflóðinu. Gera má ráð fyrir að fyrstu holskeflurnar æði yfir undir mánaðarmótin. Að þessu er hér birtur listi yfir 55 nýjustu keyptu bækurnar.

Rétt er að taka fram að ef heiti bókar er undirstrikað er bókin orðin aðgengileg til útlán, en ekki að öðrum kosti. Venjan er að ekki líði langur tími frá því bók er keypt og þar til hún er orðin aðgengileg til útláns.

                                                    NÝJAR BARNABÆKUR:

Ásthildur Bj. Snorradóttir. Bína fer í leikskóla.

Disney, Walt. Þyrnirós og litli hvolpurinn.

Gunnar Kr. Sigurjónsson. Orðabrellur.

Hrund Þórsdóttir. Loforðið. [Hrund hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2007 fyrir þessa bráðskemmtilegu bók].

Ibbs, Katrine. Matreiðslubók barnanna.

Kehlmann, Daniel. How the ladies stopped the wind.

Kibba kiðlingur.

McMillan, Bruce. Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn.

Rawlinson, Julia. Asnaskóli.

Rock, Louis. Bókin um Jesú.

Rósalind prinsessa.

Swanstein, Charlotte. Hundurinn minn og ég: handbók ungs hundaeiganda.

Yamamoto, Lani. Albert 2 .

                                                   NÝJAR FULLORÐINSBÆKUR:

A Celebration of Salmon Rivers [fjallar um eftirfarandi íslenskar laxveiðiár: Grímsá, Haffjarðará, Hofsá, Langá, Laxá í Aðaldal, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Norðurá, Selá, Þverá (Kjarrá), Vatnsdalsá og Víðidalsá]. Ritröð, m.a. eftir íslenska laxveiðimenn.

Afríka sunnan Sahara í brennidepli. Ritstjórar Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. [Ritgerðasafn um Afríku, vanda og möguleika þessa hrjáða heimshluta]

Aldís Guðmundsdóttir. Þroskasálfræði, lengi býr að fyrstu gerð.

Ali, Ayaan Hirsi. Frjáls, stórbrotin saga hugrakkrar konu.

Beah, Ishmael. Um langan veg, frásögn herdrengs.

Beevor, Antony. Njósnari í Þýskalandi nasista? Ráðgátan um Olgu Tsékovu.

Chang, Jung og Halliday, Jon. Maó, sagan sem aldrei var sögð.

Chevalier, Tracy. Neistaflug.

Coetzee, J. M. Vansæmd.

Corbeil, Jean-Claude. Stóra myndorðabókin : íslenska, enska, þýska, franska, spænska. [orðabók, aðeins til afnota á safninu] .

Delicous Iceland. Ritstjóri Völundur Snær Völundarson.

Emoto, Masaru. Vatnið og hin duldu skilaboð þess.

Ensk-íslenska orðabókin. Ritstjóri Jón Skaptason.

Flókin fjölskyldubönd. Tímarit mánaðarins.

Gripla XII. [Ársrit Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi].

Guðbjörg Thoroddsen. Baujan. Sjálfshjálp.

Guðjón Bergmann. Þú ert það sem þú hugsar: Hagnýtar hugmyndir og aðferðir fyrir þá sem vilja hjálpa sér sjálfir .

Guelfenbein, Carla. Ástin í lífi mínu [skáldsaga].

Gunnar Helgi Kristinsson. Íslenska stjórnkerfið, 2. útgáfa endurskoðuð.

Hávamál. [Enn ein útgáfa eddukvæðisins].

Jón Páll Halldórsson. Kaupmaður á hverju horni. þættir úr sögu verzlunar á Ísafirði frá 1944 til 1993 .

Jónas Kristjánsson. Reglur um íslenska greinarmerkjasetningu .

Kehlmann, Daniel. Mæling heimsins.

Kirk, Ulrik. Lækningabók sjófarenda.

Kirkjur Íslands, 9. bindi. Friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi I. Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson.

Kirkjur Íslands, 10. bindi. Friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi II. Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson.

Lecca, Nicola. Hótel Borg [spennusaga þar sem Reykjavík er í brennidepli].

Lewycka, Marina. Tveir húsvagnar.

Löhr, Robert. Skáktyrkinn.

Pétur Halldórsson. The Measure of the Cosmos, Deciphering the imagery of Icelandic myth.

Ramsland, Morten. Hundshaus.

Salbjörg Hotz. Söngvar lifandi vatna [geisladiskur].

Sigurður Líndal. Um lög og lögfræði. Grundvöllur laga - réttarheimildir I .

Sigurður Ragnarsson. 20. öldin. Svipmyndir.

Spænsk-íslensk orðabók = Diccionario español-islandés . Ritstjórn Guðrún H. Túliníus. [orðabók, aðeins til afnota á safninu] .

Stanisic, Sasa. Hermaður gerir við grammófón.

Sverris saga. Þorleifur Hauksson gaf út.