Bókasafnið, lifandi vettvangur símenntunar.

25.09.2007

Í tilefni af Viku símenntunar, dagana 24.-30. september, er boðið upp á endurgjaldslausan aðgang að Internetinu á Bókasafninu allan daginn. Öll myndbönd, sem að jafnaði kosta kr. 300 yfir sólarhringinn, eru einnig endurgjaldslaus. Þannig vill safnið leggja sitt af mörkum við að opna notendum aukinn aðgang að símenntun.

Um leið er tækifærið notað til að minna á að eitt stærsta almenningsbókasafn landsins er í Vestmannaeyjum, með yfir eitthundrað þúsund bækur og önnur safngögn til endurgjaldslausra afnota fyrir þá sem eiga bókasafnskort.

Fáðu þér bókasafnskort á Bókasafni Vestmannaeyja – stærsta bókasafni Suðurlands – stundaðu símenntun í heimabyggð.