Eldvarnaæfing í Safnahúsinu

06.12.2006

Í morgunn komu Ragnar Þór Baldvinsson slökkvuliðsstjóri og Grímur Guðnason frá slökkviliðinu og héldu kynningu um eldvarnir
í Safnahúsinu. Farið var yfir notkun ýmissa slökkvitækja. Einnig var kennd notkun eldvarnateppa og rætt um öryggi að hafa reykskynjara á heimilum, eins og þeir sögðu "reykskynjarar eru líftryggingin".

Á eftir var haldin brunaæfing fyrir utan Safnahúsið, þá fékk starfsfólk að nota slökkvitækin og eldvarnateppi, og var mjög lærdómsríkt að sjá hvað virkaði best til að slökkva eldinn. Þess má geta að hringt var í 112 og látið vita um svartan reyk fyrir utan húsið, það er gott að vita að nágrannar séu árvakulir og láti vita ef þeir sjá þess háttar.

Starfsmenn Safnahúss á Brunaæfingunni

Þetta var mjög lærdómsrík kynning og mjög gott að hafa svona kynningu í fyrirtækjum í bænum.