Alþjóðlegi bangsadagurinn í dag

27.10.2006

Síðan 1998 hafa bókasöfn á Norðurlöndunum haldið upp á Norræna bangsadaginn.

Dagurinn sem valinn var, er 27. október, afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt (1858-1919) forseta Bandaríkjanna 1901-1912.   Hann bjargaði eitt sinn litlum varnarlausum bjarnarhúni frá bráðum bana, á skotveiðum.  Menn urðu svo hrifnir af tiltækinu, að leikfangabangsinn hefur síðan verið nefndur “Teddybear” á enskri tungu.

Í því tilefni gefum við bangsadúkkulísur, erum búin að taka saman skemmtilegar bangsabækur  og bangsamyndbönd kosta ekkert í dag.  Einnig mætti starfsfólk í náttfötum í dag.