Norræna bókasafnsvika - Í ljósaskiptunum 14. nóv. - 19. nóv.

14.11.2005

Á ferð í norðri 2005
1258 Bókasöfn á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum, taka þátt í þessari árlegu bókasafnsviku.

Dagskrá á Bókasafni Vestmannaeyja:
14. nóvember kl. 18.00 verða ljósin slökkt og kveikt á kertaljósum og lesinn verður kafli úr ferðasögu Nilla Hólmgeirssonar sem er eftir Selmu Lagerlöf. og les Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi.
Á bókasafninu verða til kynningar bækur eftir Selmu Lagerlöf og ferðir og ferðalög Norðurlandabúa.
Bókamarkaður Bókasafnsins allar bækur á 200 kr., 10 bækur á 1.500-.

16. nóvember DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU.

17. nóvember kl. 11.00 og 14.00 sögustund fyrir 3ja til 6 ára.

17. nóvember kl. 20.00 bókmenntakynning og fyrirlestur í Safnahúsi ""Myndin af pabba - saga Thelmu", þetta er í samstarfi við Félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar

ALLAR Selmur, Níelsar og Jónasar frá frítt bókasafnskort í tilefni af Norrænu bókasafnsvikunni og Dags íslenskrar tungu

Opnunartími Bókasafns:
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 til 18.00.
Föstudaga frá kl. 10.00 til 17.00
Laugardaga frá kl. 13.00 til 16.,00
http://www.bibliotek.org/