Nótt safnanna 11. og 12. nóvember 2005

10.11.2005

Föstudagur 11. nóvember
Nótt safnanna verður haldin í annað sinn núna um næstu helgi. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sjá dagskrána hérna fyrir neðan:
20.00 Bátsferðir frá Höfninni á Skansinn
20.30 Stafkirkja, helgistund í umsjá presta Landakirkju. Stúlknakór Landakirkju syngur undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur.
21.00 Við Landlyst Arnar Sigurmundsson segir sögu Skansins
21. 30 Landlyst Hilmir Högnason kynnir og les úr nýrri ljóðabók sinni

Laugardagur 12. nóvember
- Bókasafn – Byggðasafn - Fiska- og náttúrugripasafn
- Héraðsskjalasafn - Ljósmyndasafn

13.00 Formleg opnun á Heimaslóð, menningar- og söguvef Vestmannaeyjabæjar
14.00 Opnun á sýningu á ljósmyndum eftir Ingólf Guðjónsson frá Oddstöðum í vörslu ljósmyndasafnsins og skjölum af Elliðaey sem eru í vörslu skjalsafnsins. Vilborg Dagbjartsdóttir og Þráinn Bertelsson lesa úr verkum sínum
18.00 Byggðasafn – Hlíf og nemendur úr FÍV lesa úr samstarfsverkefnum
20.00 Náttúrugripasafn - Lækningajurtir í náttúru Eyjanna ,Kristján Egilsson ljósmynda-, slidesmyndasýning og fyrirlestur

Safnahúsið er opið frá kl. 13-19.00 á laugardeginum.