Sumar í myndum Jóhanns Stígs

14.06.2005

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja opnar sýningu á ljósmyndum Jóhanns Stígs Þorsteinssonar föstudaginn 17. júní til 31. ágúst 2005 í Safnahúsi.
Jóhann Stígur Þorsteinsson var fæddur að Brekkum í Mýrdal 4. september 1897 og fluttist á þriðja áratug tuttugustu aldar til Vestmannaeyja ásamt konu sinni Kristínu Guðmundsdóttur.
Hans aðalstarf voru sjómannsstörf, en meðfram því tók hann ljósmyndir.
Sjá má glöggt á myndum hans hve gott auga hann hafði á myndefni.
Árið 1942 varð Jóhann Stígur að hætta erfisvinnu og fór þá að vinna við ljósmyndun.
Jóhann Stígur gaf Byggðasafni Vestmannaeyja filmur sínar og ljósmyndir, en þetta er eitt af myndasöfnum í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.
Hann lést 17.ágúst 1970.