Fyrirlestur um Dr. Valtý Guðmundsson alþingismann

24.11.2004

Jón Þ. Þór rithöfundur mun nk. fimmtudag halda fyrirlestur í Bókasafni Vestmannaeyja kl. 20:00 um Valtýr Guðmundsson alþingismann, en hann var alþingismaður Vestmannaeyinga á árunum 1894 til 1901.

Talið var að hann yrði fyrsti ráðherra Íslands árið 1904, en Hannes Hafstein var síðan settur ráðherra.

Forstöðumaður hvetur bæjarbúar að koma og hlustið á áhugaverðan fyrirlestur og upplestur úr bókinn “Dr. Valtýr”

Valtýr Guðmundsson ( nokkur atriði varðandi lífshlaup )
F. á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860, d. 23. júlí 1928. For.: Guðmundur Einarsson (f. 27. des. 1823, d. 5. jan. 1865) sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði og Valdís Guðmundsdóttir (f. 3. okt. 1834, d. 25. mars 1923). K. (18. ágúst 1889) Anna Jóhannesdóttir (f. 18. ágúst 1850, d. 28. júlí 1903) húsmóðir. For.: Jóhannes Guðmundsson og k. h. Maren Lárusdóttir Thorarensen. Systir Jóhannesar Jóhannessonar alþm.
Stúdentspróf Lsk. 1883. Mag. art. Hafnarháskóla 1887. Dr. phil. þar 1889.
Kennari (dósent) í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla frá 1. apríl 1890. Prófessor í íslenskri sögu og bókmenntum frá 1920. Stofnandi Eimreiðarinnar og ritstjóri.

Alþm. Vestm. 1894— 1901, alþm. G.-K. 1903—1908, alþm. Seyðf. 1911— 1913 (Framffl., Framsfl. eldri, Þjóðrfl., Ufl., Sambfl., Ufl.). Kosinn alþm. Seyðf. 1908, en kosningin kærð og kjörbréf ekki samþykkt.
2. varaforseti Nd. 1913.

Samdi rit og greinar um íslenska málfræði, sögu og bókmenntir.
Ritstjóri: Eimreiðin (1895—1917).
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsviðs Vey.