Staða safnstjóra Sagnheima auglýst

20.11.2023

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns. Safnstjóri er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ástæðan er að Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnastjóri Safnahúss er að láta af störfum.

 

Helstu verkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir, vinna að uppsetningu sýninga og varðveislu safngripa. Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynslu og þekkingar á sviði safnamála og reynsla af skipulagningu viðburða eru taldir kostir..

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss í síma 488 2040, 892 9286 eða með tölvupósti, kari@vestmannaeyjar.is. Vestmannaeyjabær hvetur áhugasama til að sækja um starfið, óháð kyni. Umsóknarfrestur um starfið er til 30. nóvember.