Til Fundar við Eldfell lokaleiðsögn

19.10.2023
May be art
 
Síðasta vika sýningarinnar Til fundar við Eldfell fer nú í hönd.
 
Lokaleiðsögn um sýninguna verður laugardaginn 21. október kl. 14 en þá munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp á kaffi.
 
Á sýningunni er í fyrsta sinn dregið saman safn verka, bæði nýrra og eldri um Eldfell, eftir um tuttugu íslenska og erlenda listamenn, rithöfunda og fræðimenn sem hafa rannsakað Eldfell. Sýningin var opnuð 9. september s.l. og hefur fengið góðar viðtökur.
 
Við hvetjum alla til að nýta tækifærið og koma og sjá sýninguna.