Edda Alfreðsdóttir og risaeðlurnar í Einarsstofu

23.08.2021

Edda Alfreðsdóttir og risaeðlurnar í Einarsstofu.

 

Fyrsta myndlistasýning Eddu  Vestmannaeyjum er komin upp í Einarsstofu og verður fram til 5. september. Þema sýningarinnar eru málverk af risaeðlubeinagrindum og höfuðkúpum. Einnig eru drungalegar og margbrotnar ljósmyndir sem gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

 

Vakin er sérstök athygli á því að sýningin höfðar einkar vel til barna og ungmenna ekki síður en til annarra sem hafa áhuga eða gaman að risaeðlum og hinna sterku forma þeirra.

Sýningin er opin 10:00-17:00 alla daga, bæði virka daga og um helgar.

 

Myndirnar eru til sölu. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hringja í Eddu í síma 777 9812, á netfangið edda.alfredsdottir@gmail.com eða hafa samband við Kára í Safnahúsinu.