Yndislega eyjan mín, sumargetraun úr Safnahúsi

23.04.2020

Yndislega eyjan mín, sumargetraun úr Safnahúsi.

 

Íbúar Vestmannaeyja vita að við búum á fallegasta staðnum sem finnanlegur er í þessum vindbarða heimi. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur tekið 3-4 milljónir ljósmynda af eyjum og ótrúlegum fjölda þeirra sem þar búa og hafa búið undanfarna áratugi. Í tilefni sumarkomunnar er boðið upp á ferð um eyjar, ferð sem sýnir kunnuglega staði frá óvenjulegu eða jafnvel óþekkjanlegu sjónarhorni. Þetta er getraun þar sem fjölskyldan getur spreytt sig á að geta sér til um hvaða furðusjónarhorn af eyjunum blasir við augum á myndunum hér fyrir neðan.

Þeir sem vilja senda inn ráðningar, eða hrósa eða skamma okkur fyrir uppátækið, eru vinsamlegast beðnir um að senda á netfangið kari@vestmannaeyjar.is eða hringja í síma 4882040/8929286. Hinn 1. maí munum við birta á sama stað ráðningarnar.

 

Með sumarkveðjum og von um að þessi litli leikur okkar opni enn betur augun fyrir duldum töfrum eyjanna sem allstaðar blasa við. Ef þið þekkið engan af þessum stöðum ráðleggjum við ykkur að fara út að ganga – með augun opin!

 

Sumarkveðja úr Safnahúsi.