Bjarni Harðar, Eyjabikarinn afhentur og fleira í Einarsstofu á sunnudaginn

29.11.2019

 

Bjarni Harðar, Eyjabikarinn afhentur og fleira í Einarsstofu á sunnudaginn

 

Það verður mikið um að vera í Einarsstofu á sunnudaginn þar sem mæta þau Bjarni Harðarson, rithöfundur og bókaútgefandi, Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur og Guðrún Bergmann sem ætlar að fræða konur og kannski karla líka um leiðir til bættrar heilsu. Einnig afhendir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Eyjabikarinn sem þau fá sem synda yfir álinn milli lands og Eyja.

 

Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Að lokinni súpunni verður Eyjasundsbikarinn afhendur og listamennirnir Balazs og Kittý bjóða okkur upp á stutta dýrðartónlist. Á eftir, kl: 12:30 í Einarsstofu skrifar Bjarni Harðarson undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.

 

Að því loknu kynnir Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og hann og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.

 

 

Það verður svo  kl. 14:30 á sama stað sem Guðrún Bergmann fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.

 

Eyjasund

Þann 13. júlí 1959 synti Eyjólfur Jónsson  fyrstur manna Eyjasundið. Það er um 10 km sund milli Vestmannaeyja og Landeyjasands þar sem styst er. Iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem staðsett er á milli Klifsins og Heimakletts. Eyjólfur synti bringusund og var hitinn á sjónum rétt í kringum 11°C og tók sundið hann 5 klst.  og 26 mín.

 

Aðrir sem þreytt hafa sundið:

21. júlí 1961 - Axel Kvaran - 4 klst. og 25 mín.

30. ágúst 2003 - Kristinn Magnússon - 4 klst. og 5 mín.

4. ágúst 2016 - Jón Kristinn Þórsson - 7 klst. og 21 mín. 23. júlí 2019 –

 Sigrún Þuríður Geirsdóttir - 4 klst. og 31 mín.