Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Einarsstofa, á laugardaginn kemur, kl. 13:00.

19.09.2019

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Einarsstofa, á laugardaginn kemur, kl. 13:00.

Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur.

Á laugardaginn kemur, 21. september, koma Diddi í Ísfélaginu og Friðrik Alfreðs í Einarsstofu í Safnahúsið. Rétt er að taka fram að aðeins er um að ræða rúllandi ljósmyndir á sýningartjaldi þannig að nú er um að gera að mæta og njóta þess að fara í ferðalag í gegnum ljósop þeirra félaga um undursamlegar lendur Vestmannaeyja.