Afmælissýningaröð í Einarsstofu í Safnahúsi 3. sýning
08.04.2019Afmælissýningaröð í Einarsstofu í Safnahúsi
3. sýning: Karlar á Listasafni Vestmannaeyja
Sýningin er opin 5.-16. apríl
Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til
10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og –konur á árinu.
Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram
þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.
Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu
Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk.
Að þessu sinni sýnum við málverk eftir karla sem
Listasafn Vestmannaeyja á aðeins eitt eða fáein verk eftir.
Verk eftirfarandi karla eru að þessu sinni dregin fram:
Guðmundur Björgvinsson, Gunnlaugur Blöndal,
Gunnlaugur S. Gíslason, Höskuldur Björnsson, Jóhann
Sigurðsson, Jón Jónsson, Kristján Magnússon, Pétur Friðrik
Sigurðsson, Pocock, A., Stefán Jónsson Stórval, Steingrímur
St.Th. Sigurðsson, Torel, B. og Vignir Jóhannsson.
Sýningin stendur fram undir páska.