Bókasafnið verður lokað föstudaginn 13. apríl

11.04.2018
Kæru viðskiptavinir Bókasafnsins!
Nú er verið að vinna að því að skipta um ljós á Bókasafninu svo að hér er hálfmyrkt og rafvirkjarnir stundum með læti en það er opið!
Hins vegar verður lokað á Bókasafninu föstudaginn 13. apríl vegna þessarar vinnu.
Við biðjumst velvirðingar á þessu. Hægt verður að skila bókum í póstkassann við hliðina á hurðinni eins og venjulega. Svo opnum við hress og kát mánudaginn 16. apríl!