Dagskrá til heiðurs Guðna Hermansen í Einarsstofu

24.01.2018
Á laugardaginn 27. janúar kl. 13 - 14 mun Elliði Vignisson bæjarstjóri taka á móti merkri gjöf frá Jóhönnu Hermannsdóttur. Um er að ræða eitt merkasta málverk Vestmannaeyja, „Hefnd Helgafells“ eftir Guðna Hermansen. Verkið er málað rúmu ári fyrir gos og hafði forspárgildi fyrir það er síðar kom fram. Helgi Bernódusson mun fjalla um sögu málverksins og Hermann Einarsson minnast vinar síns, Guðna. Þá mun Helgi Hannesson, sonur Jóhönnu, afhjúpa verkið og Gísli Pálsson sýna myndasyrpu um sögu verksins og komu þess til Eyja.

 

Allir hjartanlega velkomnir, kaffi og konfekt á borðum.

 

Vestmannaeyjabær og Listvinir Safnahúss.

 

Sýningin stendur til 4. febrúar.

Opið 13 – 16 laugardaga og sunnudaga og 10 – 18 virka daga.