með nýjum skjávarpa.

Ljósmyndadagurinn rúllar á ný

27.09.2016
 Sl. fimmtudag, hinn 22. september, hóf Ljósmyndadagur Safnahúss göngu sína á ný. Að þessu sinni höfum við lítillega breytt tímanum og hittumst á hverjum fimmtudegi kl. 13:30-15:30. Fyrstu Ljósmyndadagur haustsins var vel sóttur að vanda og bera meðfylgjandi myndir vitni um það. Heimtur eru einnig drjúgar, þar sem í yfir 80% tilvika tekst að nafnfesta myndir þar sem skörð voru. En eins hefur smám saman orðið vant: Betri skjávarpa. Skjávarpinn sem við höfum notað var keyptur löngu áður en ég kom að safninu, og er þó áratugur liðinn.
Nú hefur verið gerð bragarbót á þar sem búið er að panta nýjan skjávarpa.
 
Um leið og þakkað er fyrir þann mikla áhuga sem er staðfestur á safni Ljósmyndasafnsins býð ég alla hjartanlega velkomna eftirleiðis í betri græjur og þá um leið meiri skemmtun.
 
Ljósmyndakveðja úr Ljósmyndasafni.