Athyglisvert og fróðlegt málþing um læsi á Rótarýdagi

02.03.2016
Á Rótarýdeginum 27. febrúar sl. stóð Rótarý í Vestmannaeyjum fyrir málþingi um mikilvægi læsis. Málþingið var haldið í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja og mættu um 50 manns. Aðalerindið flutti Bjartey Sigurðardóttir læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Erindi hennar hét Læsi barna - samfélagsleg ábyrgð. Þjóðarsáttmáli um læsi . Bjartey dró fram á mjög skýran hátt lykilatriði í hinni svonefndu Hvítbók um læsi eða samantekt ríkistjórnarinnar um helstu áherslur varðandi stórsókn í lestri einkum á leik- og grunnskólastigi.
Sjá umföllun Eyjafrétta hér skrar/file/Skanni_20160315%20(2)(1).jpg