Skemmtileg sýning og dagskrá hjá Hvítasunnufólki

24.02.2016
 Í tilefni af  90 ára afmæli Hvítasunnukirkjunnar var opnuð á laugardeginum í Einarsstofu í Safnahúsi yfirlitssýning um sögu safnaðarins.  Sýningin var opnuð með bráðskemmtilegri og fræðandi dagskrá undir stjórn Kára Bjarnasonar forstöðumanns Bókasafnins. Kári byrjaði á því að óska Vestmannaeyingum til hamingju með afmæli kirkjunnar en benti svo á mikilvægi þess að varðveita söguna með því að halda til haga bréfum, myndum og munum og helst koma slíku efni á safnið ef þess væri kostur.
Hér má lesa umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160315%20(4).jpg