Jólasveinaklúbbur

24.11.2015
 Jólasveinaklúbbur fyrir flotta krakka!

Bókasafnið stendur fyrir jólasveinaklúbbi frá 16.nóv til 21. des. Allir krakkar upp í 5. bekk geta tekið þátt. Ef teknar eru 5 jólabækur, þær lesnar og þeim skilað fyrir 21. des komast krakkarnir í Jólasveinaklúbbinn. Athugið að mömmur og pabbar, afar og ömmur, systkini, frænkur og frændur mega lesa jólasögurnar fyrir þau sem ekki eru farin að lesa sjálf.
Þann 21. des kl. 13-14 verður síðan haldin uppskeruhátíð í Einarsstofu. Þá fá allir sem taka þátt skírteini þess efnis að hafa komist í klúbbinn með sínu eigin jólasveinanafni! Þar verður sannkölluð jólastemning, lesin verður jólasaga, sungin verða jólalög og kannski kemur jólasveinn í heimsókn! 
Njótum aðventunnar og lesum jólasögur!