Þjóðfélagið hefur í gegnum aldirnar verið karlaþjóðfélag

Gunnhildur Hrólfsdóttir kynnti bók sína " Þær þráðinn spunnu "

01.07.2015
 Þeir voru í embættum sem veittu áhrif og völd.   Konur sáu um heimili.  Vöktu yfir veikum börnum.  Á þeirra ábyrgð var að nýta sem best og spara.
 " Í samantekt minni um konurnar í Eyjum næ ég aldrei að nefna allar þær kvenhetjur sem eiga það skiliið, en tel þó að bók mín varpi ljósi á ýmislegt sem vert er að draga fram í  dagsljósið.
Viðtöl mín við konur sem upplifðu gosið hafa til dæmis skerpt sýn mína á þá ömurlegu reynslu sem margar upplifðu.   Meðan fjölmiðlaumræðan beindist að gosinu sjálfu og þeim sem störfuðu við björgun í Eyjum bjuggu þær í angist á hinum ýmsu stöðum á landinu og höfðu ekki hugmynd um hver yrði þeirra endanlegi samastaður eða heimili þegar ósköpunum linnti.
Ég ítreka að það er mikilvægt að störf kvenna séu og verði metin og virt. Konur eru og verða styrktarstoðir bæjarfélagsins og fyrirmyndir komandi kynslóða."