Aðventa á Bókasafninu

11.12.2014
Á aðventunni er tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga notalega samverustund á Bókasafninu. Jólaskrautið er nú komið upp og jólalögin hljóma hjá okkur í afgreiðslunni alla aðventuna.
Á Bókasafninu má líka finna allskonar jólaefni til að taka með heim. Við eigum mikið úrval af allskonar jólabókum. Sígildar jólabækur, jólaskemmtibækur, jólatextabækur, jólaföndubækur, jólakvæðabækur, jólafræðibækur o.fl. o.fl. Safnið á einnig yfir 200 jólageisladiska sem kostar aðeins 100 kr. að fá lánaða í 10 daga. Mjög gott úrval er af myndbandsspólum og diskum fyrir börn og eitthvað er einnig til fyrir fullorðna í þeirri deild. Það er frítt að fá lánaðar VHS spólurnar en það kostar 300 kr. að fá lánaðan DVD disk í tvo daga. Við eigum einnig til örfáar jólahljóðbækur á geisladiskum, fyrstur kemur, fyrstur fær.