Forsetasýning í Einarsstofu

14.06.2013
Í tilefni 17.júní bregðum við upp myndum af fyrstu forsetaheimsókninni er Sveinn Björnsson sótti Vestmannaeyjar heim í ágúst 1944, stuttu eftir forsetakjörið. Sagt er að forseti hafi lagt mikla áherslu á að ekki væri boðið upp á vín í veislum honum til heiðurs. Á myndinni hér að ofan er því vel hugsanlega skálað í Eyjapissi þó tilefnið sé ærið.
Að auki hanga uppi myndir af öðrum forsetum í tímaröð, ásamt þeim manni sem "aðeins" varð forseti alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags enda þótt hann sé e.t.v. sá einn sem allir þekkja sem forseta. Einnig má sjá, í Einarsstofu, mynd af Ásdísi Gísladóttur Johnsen, eiginkonu Gísla stórkaupmas og systir sr. Jes í sínum stórglæsilega hátíðarbúning fjallkonunar. Þess má geta að fjallkonur Vestmanaeyja hafa brugðið yfir sig hinum sömu klæðum og frú Ásdís árum saman, en skautbúningurinn er varðveittur í Sagnheimum - Byggðasafni Vestmannaeyja.