Haraldarvaka í Safnahúsi

21.09.2011
Í tilefni þess að Haraldur Guðnason hefði orðið 100 ára um mánaðamótin næstu efnir starfsfólk Safnahúss í samstarfi við Sögusetur 1627 til dagskrár kl. 15 sunnudaginn 2. október í Einarsstofu.
 
 
 
Fluttir verða styttri fyrirlestrar vina, samverkamanna og fjölskyldumeðlima Haraldar. Þá verður gripið niður í fágæta viðtalasafn Kristjáns Óskarssonar, Stjána á Emmunni, þar sem rætt er við Harald og Ilse. Tónlistarflutningur verður í höndum Kitty Kovács nýráðins organista Landakirkju og manns hennar Balázs Stankowsky.
 
Í tilefni af þessum degi verður sérfræðingur frá Handritadeild Landsbókasafns Íslands á safninu til að aðstoða við að meta heimildagildi bréfa, dagbóka, skáldverka og annarra persónulegra heimilda í fórum Vestmannaeyinga.
 
Aðalræðumaður verður Helgi Bernódusson skrifstofustjóri alþingis og eftirmaður Haraldar sem minnist forvera síns og vinar.
 
Dagskránni mun ljúka kl. 17 með óvæntum dagskrárlið.