Stórhöfðaviti 100 ára

16.11.2006

Stórhöfðaviti er 100 ára um þessar mundir. Af því tilefni var opnuð ljósmyndasýning á Café Kró á þriðjudaginn 14. nóvember. Ljósmyndirnar eru flestar teknar af Óskari vitaverði á Stórhöfða og tengjast þær allar Stórhöfða á einn eða annan hátt. Ljósmyndirnar voru unnar af starfsfólki Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Afmælisveisla var haldin í fjölmenni á Café Kró að viðstöddum Sturla Böðvarssyni samgönguráðherra, alþingismönnum Suðurlands og fulltrúum hinna ýmsu ríkisstofnana sem tengjast Stórhöfða. Einnig voru viðstaddir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og ýmsir ráðamenn bæjarins. Við þetta tækifæri var Óskari J. Sigurðssyni vitaverði og fjölskyldu færðar þakkir fyrir mikil og góð störf í gegnum tíðina. Hann var jafnframt gerður að heiðursfélaga Hins íslenska Vitafélags og var afhent viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Einnig var honum færðar aðrar gjafir.

Fyrir veisluna heimsóttu gestirnir sem komu ofan af landi Stórhöfða í blíðskaparveðri og kynntu sér starfsemina þar.

Ljósmyndasýningin verður opin mánudaga til laugardaga frá kl.
13-17 og sunnudaga kl. 15-17.

Óskar og Sturla