Opnun ljósmyndarsýningar Jóhanns Stígs

20.06.2005

Opnun ljósmyndasýningarinnar "Sumar með Jóhanni Stíg" að morgni 17. júní tókst vel í blíðskaparveðri og sumarblíðu. Allmargir komu á opnunina og var mjög skemmtilegt hve margir afkomendur Jóhanns Stígs sáu sér fært um að mæta. Alls eru 20 ljósmyndir á sýningunni, mannlífsmyndir teknar á öllu landinu. Hér eru dóttir og sonur Jóhanns Stígs á opnuninni, Fríða Dóra og Sigurgeir. Sýningin verður opin til 31. ágúst.