Stórgjöf til Ljósmyndasafns Vestmannaeyja

07.04.2005
Ljósmyndasafni Vestmannaeyja barst vegleg gjöf í gær frá Ragnari
Sigurjónssyni eða Ragga Sjonna eins og hann er oftast nefndur.
Hann gaf safninu nokkra kassa með filmum og ljósmyndum. 
Við munum birta nánari fréttir um gjöfina þegar hún hefur
verið betur yfirfarin. Við birtum eina mynd með frá honum.
 
Ljósmyndasafnið færir honum bestu þakkir fyrir.
 
Halla Einarsdóttir safnvörður
Ljósmyndasafns Vestmannaeyja