Nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

26.06.2018

Sunnudaginn 24. júní ritaði Íris Róbertsdóttir undir ráðningarsamning við bæjarstjórn Vestmannaeyja til næstu fjögurra ára. Það fór vel á því að fyrsti kvenbæjarstjóri Vestmannaeyja tæki við í Einarsstofu þar sem sýningin Svipir kvenna var uppi við. Um leið og starfsmenn Safnahúss þakka fráfarandi bæjarstjóra, Elliða Vignissyni, hjartanlega fyrir samstarfið á liðnum árum óskum við nýjum bæjarstjóra alls góðs á sínum nýja og spennandi vettvangi.

Kári Bjarnason