Listaverkajóladagatal í kjölfar listaverkabókar

08.12.2014
Í Safnahúsinu er boðið upp á listaverkajóladagatal 1.-23. desember í Einarsstofu. 
 Í tilefni af samstarfi Listvina Safnahúss og Aðalsteins Ingólfssonar drögum við fram eitt nýtt listaverk á hverjum degi fram að Þorláksmessu þar til sýningin er orðin 23 myndir. Öll verkin eiga það sameiginlegt að fjalla um Vestmannaeyjar með einum eða öðrum hætti og öll nema eitt eru í eigu bæjarins. Þá liggur frammi bók sem allir þeir sem eiga listaverk af Eyjum, eða fjalla um Vestmannaeyjar með einhverjum hætti, eru beðnir um að rita í nafn sitt og símanúmer. Þeir sem vilja leyfa okkur að koma í heimsókn til að taka myndir og skrá niður listaverk af Eyjum geta einnig hringt eða haft samband við starfsmenn Safnahúss eða einhvern undirritaðan í Listvinahópnum.
 
Með jólakveðju,
Listvinir Safnahúss
 
Steinunn Einarsdóttir
Jói listó
Kristín Garðarsdóttir
Guðlaug Ólafsdóttir
Alda Áskelsdóttir
Stefán Gíslason
Þorkell Sigurjónsson
Kári Bjarnason