50 ár frá stofnun Stýrimannaskólans

13.11.2014
Af því tilefni var opnuð sýning í Einarsstofu Safnahúsi s.l. laugardag.
Skólaspjöld með myndum af nemendum skólans hanga nú uppi í Einarsstofu en vegna plássleysis hafðist ekki að koma öllum nemendaspjöldunum fyrir í einu. Á morgun, föstudaginn 14. nóvember verður skipt um myndir og er því síðasti séns að sjá fyrri umferðina, sem eru myndir frá 1964-1984. Á morgun verða svo myndir frá árunum 1984-1997 settar upp.