Fimmtíu ár frá stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum

06.11.2014
Í ár eru rétt 50 ár frá stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verður opnuð í Einarsstofu - Safnahúsi laugardaginn 8. nóvember kl. 13 sýning með skólamyndum og öðru skemmtilegu efni úr skólanum. Við opnunina flytur Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri, ávarp og kynnir nýútkomið rit sitt um Stýrimannaskólann og Sigurgeir Jónsson kennari lítur yfir farinn veg á sinn einstaka hátt.