Sýning í Einarsstofu 2. - 16. október 2014

Hörður Sigurgeirsson ljósmyndari

03.10.2014

Með mikilli ánægju bjóðum við listamanninn með linsuna – Hörð Sigurgeirsson velkominn í Einars-stofu.

 

 

 
Hörður var ljósmyndari í Vestmannaeyjum á árunum 1949-1964 og kom héðan frá Akureyri.
Á sýningunni eru 100 myndir, tæplega 30 útprentaðar á veggjunum og hinar sýndar í skjávarpa. Þær myndir ganga í sífellu og er því unnt að setjast niður hvenær sem er og fara eina hringferð um Vestmannaeyjar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
 
Friðrik Harðarson, sonur Harðar, hefur tekið sýninguna saman af mikilli kostgæfni og valið úr um 100.000 myndum sem faðir hans skildi eftir af Vestmannaeyjum einum sem varðveittar eru á Akureyri ásamt myndasafni hans öllu.
 
 
Sýningin er sett saman í tilefni af því að á þessu ári eru rétt eitt hundrað ár frá fæðingu Harðar