Vinir í vestri - erindi í Einarsstofu og stofnun starfshóps Eyjamanna

02.03.2012
 
Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg flytur erindi um líf og starf meðal vestur Íslendinga í Kanada. Fáir þekkja samfélagið vestra betur en Atli, sem hefur starfað þar um árabil.
Erindið verður flutt í Einarsstofu laugardaginn 24.mars kl. 13:30
 
 
 
 
Í ár eru rétt 160 ár liðin síðan fyrstu Vestmannaeyingarnir yfirgáfu heimaslóð til að flytja vestur um haf. Því er fyrirhugað að stofna starfshóp heimamanna um vesturfara úr Vestmannaeyjum til að kanna örlög og afdrif þeirra fjölmörgu er vestur fóru sem og um afkomendur þeirra sem eftir urðu. Starfsmenn Safnahúss leita því að áhugasömum fræðimönnum, grúskurum og öðrum sporrekjandi einstaklingum sem hefðu hug á að taka þátt í skemmtilegu og gefandi samstarfi um merkilegan þátt í sögu okkar sem jafnframt brýtur í blað nýrrar sögu. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að líta við í Safnahúsinu og ræða við starfsmenn þar.
Ætlunin er að boltinn byrji að rúlla á fyrirlestri Atla og hefur hann fallist á að vera heiðursfélagi í starfshópnum.