Eldgos - aflvaki sagna og sigra

13.02.2012

 

Nú stendur yfir sýning í Einarsstofu.

 

 

Á sýningunni getur að líta margvíslegar heimildir um örlagadag Eyjanna.
Á skjalasafni og byggðasafni hafa sópast saman munir og minningar sem gefa ótrúlega innsýn til framrásar atburðanna – sýna hina óbilandi löngun til að halda í það sem varð eftir þegar ósköpunum linnti.
Úr listaverkasafninu drögum við fram málverk sem sýna byggðina fyrir gos, húsin og umhverfið virðast hversdagsleg gæði í meðförum listamannanna og enginn grunur um að verið væri að sýna það sem gæti horfið varanlega.
Skáldin urðu einnig innblásin og barna-, unglinga- og fullorðinsbækur voru gefnar út, einkum á fyrstu árunum.
Sýninguna má vel kalla fyrstu drög að hinni stóru sýningu að ári er heil 40 ár verða liðin frá eldgosinu í Vestmannaeyjum.