Sagnheimar, byggðasafn - kvikmyndaveisla

27.01.2012

 

Næstu þrjár helgar ætla Sagnheimar, byggðasafn að sýna valdar myndir úr frábæru heimildamyndasafni Páls Steingrímssonar  (KVIK kvikmyndagerð). Myndirnar verða sýndar á laugardögum kl. 13:30 og 14:30.

 

 

28. janúar:  Tvö eyjasamfélög í Norður-Atlantshaf og ginklofinn.  Ginklofinn, eða stífkrampinn, lagði að velli flest ungabörn sem fæddust í Vestmannaeyjum á öldum áður. Sömu sögu er að segja frá skosku eynni St. Kilda. Saga Landlystar er samtvinnuð þessari sögu.
4. febrúar:  Litli bróðir í norðri. Lundabyggðir heimsóttar, fylgst með lífshlaupi þessa merkilega fugls, úteyjarlífi  og pysjuveiðum í Eyjum.
11. febrúar:  Hátíð. Heimildamynd um þjóðhátíð og mannlíf í Vestmannaeyjum 1980-1990.
Heitt á könnunni.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðgangseyrir: Tveir fyrir einn, ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára.