Þrettándasýning í Einarsstofu.

11.01.2012
 
Á fimmtudeginum 5. janúar opnaði Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýningu á verkum sínum í Einarsstofu í anddyri Safnahúss. Sýningin var liður í þrettándagleði í Vestmannaeyjum.
 
Sigurdís hefur haldið fjölmargar sýningar í Vestmannaeyjum og eru þær ávalt vel sóttar. Sigurdís er nú búsett í Reykjavík og heldur úti vinnustofu að Skipholti 9.