Jólin eru bókahátíð Íslendinga

21.12.2011
Það sjáum við vel hér á Bókasafninu.
Það er um að gera að kíkja á okkur á Bókasafninu þessa síðustu daga fyrir jól. Við erum alltaf með heitt á könnunni og nú bjóðum við gestum upp á konfekt og piparkökur með kaffinu. Á morgun, fimmtudag, er góður dagur til að sækja sér DVD mynd fyrir jólin því þeim þarf ekki að skila fyrr en  þriðjudaginn 27.desember en leigan er aðeins 300 kr. Við eigum líka gott úrval af jóla-geisladiskum sem hægt er að leigja í 10 daga fyrir aðeins 100 kr. Og svo auðvitað fullt af jólabókum.

Starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja óskar viðskiptavinum sínum Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.