Aðventan í Safnahúsinu

30.11.2011
Safnahúsið hefur nú verið jólaskreytt.
Jólabókaflóðið komið á fullt skrið og það bætast nýjar bækur í hillurnar hjá okkur næstum daglega. Við erum búin að taka fram allt jóladótið okkar, jólaföndurbækur, jólaljóðabækur, jólabarnabækur, jólatextabækur, jóla-DVD-diska, jóla-VHS spólur, jólageisladiska.
Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni og aldrei að vita nema eitthvað gotterí verði í boði öðruhvoru á aðventunni.