Enn ein glæsileg myndlistarsýningin í Einarsstofu.

23.11.2011
Þann 18. nóvember sl. opnaði JÚNÍUS MEYVANT sölusýningu í anddyri Safnahússins, Einarsstofu.
 
Málverkin eru öll unnin úr akríl og olíulitum og eru silkiþræðir notaðir í útlínur.
 
Líkt og sjá má eru myndirnar áhrifaríkar og hafa vakið verðskuldaða athygli. Það fylgir góður blær myndunum, listamaðurinn er ungur að árum en hefur náð góðum tökum á tækni sinni.
 
Sýningin stendur til mánaðarmóta, en rýma þá fyrir jólasýningu safnsins.
 
Þeir sem áhuga hafa á því að kaupa verk eða fá nánari upplýsingar eru hvattir til að senda póst á netfangið juniusmeyvant@gmail.com.