Doris Lessing hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár.

11.10.2007

Nóbelsstofnunin í Stokkhólmi tilkynnti í morgun að breski rithöfundurinn Doris Lessing hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Lessing, sem er 87 ára, er elsta manneskja sem hlotið hefur þennan heiður og ellefta konan.

Doris Lessing er fædd árið 1919 í Persíu (Íran) en ólst upp með fjölskyldu sinni í Rhódesíu sem nú heitir Simbabve. Hún fluttist til Evrópu um þrítugt og gaf þá út sína fyrstu bók í Lundúnum, Grasið syngur.

Á Bókasafninu er að finna eftirfarandi bækur eftir Lessing:

Sommeren f ør m ørket [norsk þýðing]. Gefin út 1976.

Minningar einnar sem eftir lifði. Hjörtur Pálsson þýddi. Kom út árið 1985.

Grasið syngur. Birgir Sigurðsson þýddi. Kom út árið 1986. Endurútgefin í kilju 1990. Einnig til í norskri þýðingu, frá 1981.

Dagbók góðrar grannkonu. Þuríður Baxter þýddi. Kom út árið 1988.

Sumarið fyrir myrkur. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Kom út árið 1989.

Marta Quest. Birgir Sigurðsson þýddi. Kom út árið 1990.

Í góðu hjónabandi. Fríða Á. Sigurðardóttir þýddi. Kom út árið 1991.

Veðraþytur. Hjörtur Pálsson þýddi. Kom út árið 1992.