Nýtt safnefni á Bókasafninu

21.09.2007

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að um leið og safnkostur er keyptur á Bókasafninu er efnið gert aðgengilegt á heimasíðu safnsins, jafnframt því sem upplýsingarnar liggja frammi í bóksal. Efnið er flýtiskráð, þ.e. einungis er skráður höfundur og titill, enda meginhugmyndin að gefa notendum vísbendingar um nýjasta safnkostinn. Efnið er til hægðarauka flokkað í barna-, unglinga- og fullorðinsefni. Ekki er unnt að fá safnkost léðan til útláns fyrr en hann hefur verið gerður aðgengilegur í Gegni, en venjan er að skammur tími líður frá því að efni er keypt og þar til það er komið í hillu og tilbúið til útláns. Notendum gefst nú kostur á að lesa efnið á staðnum þar til unnt er að fá það til heimaláns, panta efnið eða leggja fram ósk um að viðkomandi efni sé gert tækt til útláns hið fyrsta.

Síðasta virkan dag hvers mánaðar eru upplýsingar um allt keypt safnefni þess mánaðar jafnframt teknar saman og gerðar aðgengilegar á heimasíðu safnsins og við afgreiðsluborð eða á öðrum áberandi stað í bóksal safnsins.

Standa vonir til þess að aukið aðgengi að upplýsingum um nýjan safnkost Bókasafnsins mælist vel fyrir og greiði notendum leið að þeirra óskaefni.

Nýjar barnabækur:

Allt í rugli. Kátir krakkar.

Allt í rugli. Rugludallar.

Disney, Walt. Þyrnirós og litli hvolpurinn.

Ibbs, Katrine. Matreiðslubók barnanna.

Leiktu við Fibba. Hvert liggur silfurslóðin?

Leiktu við Myllu. Hvert liggur rauða bandið?

Rósalind prinsessa.

Yamamoto, Lani. Albert 2.

Nýjar fullorðinsbækur:

A Celebration of Salmon Rivers [fjallar um eftirfarandi íslenskar laxveiðiár: Grímsá, Haffjarðará, Hofsá, Langá, Laxá í Aðaldal, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Norðurá, Selá, Þverá (Kjarrá), Vatnsdalsá og Víðidalsá]. Ritröð, m.a. eftir íslenska laxveiðimenn.

Ali, Ayaan Hirsi. Frjáls, stórbrotin saga hugrakkrar konu.

Beah, Ishmael. Um langan veg, frásögn herdrengs.

Chang, Jung og Halliday, Jon. Maó, sagan sem aldrei var sögð.

Guelfenbein, Carla. Ástin í lífi mínu [skáldsaga].

Gunnar Helgi Kristinsson. Íslenska stjórnkerfið, 2. útgáfa endurskoðuð.

Kirk, Ulrik. Lækningabók sjófarenda.

Lecca, Nicola. Hótel Borg [spennusaga þar sem Reykjavík er í brennidepli].

Pétur Halldórsson. The Measure of the Cosmos, Deciphering the imagery of Icelandic myth.